Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna færslu Reykjanesbrautar o.fl. við álverið í Straumsvík
Skipulagsstofnun staðfesti, 16. desember 2021, breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. október 2021.
Í breytingunni felst færsla Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurafleggjara að sveitarfélagamörkum við Voga, þannig að brautin verður í óbreyttri legu en færist ekki til suðurs eins og áður var áformað. Mislæg gatnamót verða við Rauðamel og gönguleiðir breytast.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.