Fréttir


  • Hjallabraut

17.9.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna íbúðarbyggðar við Hjallabraut

Skipulagsstofnun staðfesti 17. september 2020 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. júlí 2020.

Í breytingunni felst að hluta Víðistaðasvæðis við Hjallabraut er breytt úr opnu svæði OP2 í íbúðarsvæði. Stærð íbúðarsvæðis ÍB1, Norðurbær, stækkar úr 61 ha í 62 ha. Opið svæði, Víðistaðasvæði, minnkar úr 18 ha í 17 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.