Fréttir


16.1.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna miðsvæðis við Suðurhöfn

Skipulagsstofnun staðfesti, 13. janúar 2023, breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 31. ágúst 2022.

Í breytingunni felst ný landnotkun á suður- og austurhluta Suðurhafnar. Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðarbyggð ÍB15, miðsvæði M6 og miðsvæði M7 og Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5. Þá er ný smábátahöfn ráðgerð, Hamarshöfn H6.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.