Fréttir


  • Hraun

20.11.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar vegna Hrauns – vestur

Skipulagsstofnun staðfesti, 20. nóvember 2020, breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. október 2020.

Í breytingunni felst að núverandi íbúðarbyggð ÍB2 minnkar um 2,6 ha og ný íbúðarbyggð ÍB14 er afmörkuð þar sem gert er ráð fyrir allt að 500 íbúðum ásamt verslun og þjónustu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.