Fréttir


15.7.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Gedduhöfða

Skipulagsstofnun staðfesti 14. júlí 2021 breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 22. júní 2021.

Í breytingunni felst að óbyggt svæði er skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF1) vegna áforma um uppbyggingu gangnamannaskála með allt að 60 gistirúmum og hesthúss fyrir allt að 70 hross við Gedduhöfða á Grímstunguheiði. Auk þess er afmarkað vatnsból og vatnsverndarsvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.