Fréttir


23.8.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna ofanflóðavarna á Flateyri

Skipulagsstofnun staðfesti, 23. ágúst 2023, breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem samþykkt var í bæjarráði 14. ágúst 2023.

Í breytingunni felast áform um styrkingu núverandi varnargarða og nýjar ofanflóðavarnir á Flateyri ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.