Fréttir


29.12.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kópavogs, fjölgun íbúða í Smáranum

Skipulagsstofnun staðfesti þann 15. nóvember 2016 breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. október 2016.

Í breytingunni felst að íbúðir á svæðum M-3 og M-4 (ÞR-5) í Smáranum vestan Reykjanesbrautar verða 620 í stað 500.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.