Fréttir


  • Mosfellsbær, frístundabyggð

11.9.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna þéttingar frístundabyggðar í suðurhluta Mosfellsbæjar

Skipulagsstofnun staðfesti 10. september 2020 breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. júní 2020.

Breytingin varðar þéttingu frístundabyggðar í suðurhluta Mosfellsbæjar.

Málsmeðferð var samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.