Fréttir


5.2.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna Þingvallavegar í Mosfellsdal, reiðleið felld niður

Skipulagsstofnun staðfesti 4. febrúar 2019 breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. nóvember 2018.

Í breytingunni felst að reiðleið sunnan Þingvallavegar í Mosfellsdal frá Helgadalsvegi í austri að Suðurá í vestri, er felld niður. Vegtengingar við Þingvallaveg breytast og tvö ný undirgöng eru skilgreind.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.