Fréttir


27.6.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna vatnsgeymis í Úlfarsfelli

Skipulagsstofnun staðfesti þann 22. júní 2018, breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. apríl 2018.

Í breytingunni felst að skilgreint er 600 m² iðnaðarsvæði (419-I) fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells, á svæði sem áður var skilgreint sem „Opið svæði til sérstakra nota, skógrækt“ (415-OS).

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnatíðinda.