Fréttir


8.8.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna iðnaðarsvæðis og efnistöku í landi Fagradals og Víkur

Innviðaráðherra staðfesti 12. apríl 2022, breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. júní 2021.

Í breytingunni felst að efnistökusvæði E1 austan þéttbýlisins í Vík er fært fjær fjöruborðinu auk þess sem skilgreint er nýtt efnistökusvæði E21 í Fagradalsfjöru vegna áforma um vinnslu á sandi úr fjörunni. Jafnframt er mörkuð stefna um iðnaðarsvæði I3 sunnan þjóðvegar innan þéttbýlismarka Víkur, til frekari vinnslu á sandinum.

Málsmeðferð var samkvæmt 4.-5. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin hefur tekið gildi og er hægt er að nálgast hana á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.