Fréttir


24.10.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Víkur

Skipulagsstofnun staðfesti þann 13. september 2016 breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028, sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. júní 2016.

Í breytingunni felst stækkun iðnaðarsvæða og á svæðum fyrir verslun og þjónustu meðfram Austurvegi auk þess sem hringtorg á Þjóðvegi 1 er fært til austurs.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar