Fréttir


  • Screenshot-2023-07-21-120134

21.7.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Norðurþings, vegna vatnstökuhola á Röndinni við Kópasker

Skipulagsstofnun staðfesti 20. júlí 2023, breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. júní 2023.

Í breytingunni felst stækkun á iðnaðarsvæði I1 meðfram athafnarsvæði A1 á Röndinni við Kópasker fyrir vatnstöku vegna fiskeldis á Röndinni.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.