Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra, Sámsstaðir og Réttarfit
Skipulagsstofnun staðfesti þann 3. janúar 2017 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. nóvember 2016. Í breytingartillögunni felst að 5,3 ha spildu fyrir frístundabyggð (F-318) í landi Sámsstaða er breytt í landbúnaðarsvæði og lóðum er fjölgað úr 16 í 18 lóðir á svæði fyrir frístundabyggð (F-356) í landi Réttarfitja. Einnig eru settir skilmálar fyrir frístundabyggð (F-319) á Sámsstöðum sunnan vegar.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar .