Fréttir


11.3.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Hamragarða/Seljalandsfoss

Skipulagsstofnun staðfesti 14. febrúar 2019 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. janúar 2019.

Í breytingunni felst annars vegar stækkun og afmörkun 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF-453) í stað landbúnaðarsvæðis við Hamragarða og Seljalandsfoss. Hins vegar er gerð breyting á legu Þórsmerkurvegar nr. 249, sem færist til vesturs að varnargörðum við Markarfljót, á kafla frá þjóðvegi nr. 1 að Gljúfurá. Núverandi vegur verður þó áfram aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Jafnframt er legu göngu- og reiðleiða á svæðinu breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.