Fréttir


10.5.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna Búrfellslundar - vindorkuvers

Skipulagsstofnun staðfesti 8. maí 2024 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. apríl 2024.

Í breytingunni felast áform um nýtt 18 km2 iðnaðarsvæði (I25) í Búrfellslundi fyrir 120 MW vindorkuver með 30 vindmyllum sem geta verið allt að 150 m á hæð. Iðnaðarsvæðið Yfirfall Sultartangalóns (I19) fellur út og skógræktarsvæðið Árskógar (SL26) minnkar úr 20.736 ha í 19.063 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.