Fréttir


30.1.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna Rimakotslínu II

Skipulagsstofnun staðfesti, 27. janúar 2023, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. desember 2022.

Í breytingunni felst lagning 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirki á Hellu til austurs að sveitarfélagamörkum við Rangárþing eystra og þaðan áfram að Rimakoti í Landeyjum, alls um 36 km. Einnig er gert ráð fyrir að lagður verði göngu- og hjólastígur á strengleiðinni.

Málsmeðferð var samkvæmt 1 mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.