Fréttir


19.3.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna skipulagsákvæða um stakar framkvæmdir

Skipulagsstofnun staðfesti 19. mars 2024 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. ágúst 2023.

Í breytingunni felst að í ákvæðum fyrir stakar framkvæmdir er gert ráð fyrir að heimilaðar verði tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl. Leitast skal við að framkvæmd lokinni verði framkvæmdasvæði aðlagað aðliggjandi svæði þannig að sem minnst áhrif verði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.