Fréttir


21.1.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Barónsreitur-Skúlagata

Skipulagsstofnun staðfesti þann 5. janúar 2016 breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarráði 17. desember 2015. Um er að ræða breytingu  á fjölda íbúða og hæðum húsa á Barónsreit (reitur 11) og nefnist reiturinn nú Barónsreitur-Skúlagata.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.