Fréttir


19.9.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, götuhliðar í miðborginni

Skipulagsstofnun staðfesti þann 2. september 2016 breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarráði 18. ágúst 2016.

Breytingin nær til jarðhæða við götuhliðar Hverfisgötu 4-62 og Laugavegar við Hlemm, milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. Með breytingunni lækkar lágmarkshlutfall smásöluverslunar úr 50% í 30% viðkomandi götuhliðar. Engin ein starfsemi má fara yfir 50% nema sérvöruverslun. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.