Fréttir


13.2.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Örfirisey (H1b)

Skipulagsstofnun staðfesti þann 15. desember 2016 breytingu á að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í borgarráði 24. nóvember 2016. Breytingin tekur til töflu 2, Veitingastaðir, á bls. 221 í aðalskipulaginu, en þar er bætt inn línu fyrir svæðið Örfirisey-fiskihöfn (H1b), þar sem heimilt verður að reka veitingastaði í flokkum I-III. 

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.