Fréttir


  • Kirkjusandur

18.7.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Kirkjusands, miðsvæði M6b

Skipulagsstofnun staðfesti þann 3. júní 2016 breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarráði 28. apríl 2016.

Í breytingunni felst að íbúðum á Kirkjusandi (miðsvæði M6b, reitur 27) er fjölgað úr 150 í 300. Jafnframt er magn atvinnuhúsnæðis minnkað úr 65.000 m² í 50.000 m². Heildarbyggingarmagn á svæðinu breytist ekki. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar