Fréttir


4.10.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna stefnu um gististaði í miðborginni

Skipulagsstofnun staðfesti, 2. október 2019, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í borgarráði 22. ágúst 2019.

Í breytingunni felst breyting á orðalagi í kaflanum Landnotkun (bls. 207-208, sjá einnig bls. 50-51) á áður samþykktri stefnu um almenna takmörkun á uppbyggingu gististaða á svæðum M1a og M1c í miðborginni.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast skipulagsgögnin á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.