Fréttir


  • Veðurstofuhæð og Sjómannaskólareitur

4.5.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Veðurstofuhæðar og Sjómannaskólareits

Skipulagsstofnun staðfesti 16. apríl 2020 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í borgarráði 13. febrúar 2020.

Í breytingunni felst að landnotkun á Veðurstofuhæð er breytt úr samfélagsþjónustu í miðsvæði með áherslu á blöndun byggðar, þ.e. samfélagsþjónustu, skrifstofur og verslun og þjónustu í bland við allt að 250 íbúðir. Á Sjómannaskólareit er landnotkun breytt að hluta úr samfélagsþjónustu í opin svæði og íbúðarbyggð fyrir allt að 121 íbúð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.