Fréttir


  • Skipulagsuppdráttur

31.10.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps fyrir Vikraborgir

Skipulagsstofnun staðfesti þann 19. september 2016 breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, sem samþykkt var í sveitarstjórn Skútustaðahrepps 29. júní 2016.

Með breytingunni er óbyggðu svæði í Vikraborgum breytt í 1 ha afþreyingar- og  ferðamannasvæði (504-AF) og skipulagsákvæði sett í nýjan kafla 4.18 Afþreyingar- og ferðamannasvæði. Um er að ræða "þjónustusvæði", samkvæmt áætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem gert er ráð fyrir viðveruhúsi fyrir landvörslu og daggesti, auk salernishúss við bílastæðið. Byggingarmagn allt að 30 fermetrar.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.