Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna seyrulosunar á Hólasandi (382-I)
Skipulagsstofnun staðfesti, 4. júní 2019, breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem samþykkt var í sveitarstjórn 27. mars 2019.
Í breytingunni felst nýtt iðnaðarsvæði (382-I), við hlið efnistökusvæðis Kollóttuöldu á Hólasandi, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir söfnun og geymslu salernisskólps í lokuðum geymslutanki og nýtingu þess til uppgræðslu á sandinum. Aðkomuleið frá Kísilvegi (87) er færð lítillega til suðurs.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.