Fréttir


27.8.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar vegna miðbæjar Selfoss

Skipulagsstofnun staðfesti þann 27. ágúst 2018 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. ágúst 2018.

Breytingin tekur til miðbæjar Selfoss. Landnotkun við bæjargarð er breytt þannig að miðsvæðið er lengt til suðurs inn í bæjargarðinn en blönduð landnotkun lengd til norðurs inn á miðsvæðið við Sigtún.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.