Fréttir


  • Uppdráttur

3.2.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hof í Öræfum

Skipulagsstofnun staðfesti þann 18. janúar 2016 breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. desember 2015. Í breytingunni felst að svæði fyrir verslun- og þjónustu (VÞ-31) sunnan hringvegar í landi Hofs í Öræfum stækkar úr 5 ha í 20 ha. Norðan vegar er gert ráð fyrir nýju íbúðarsvæði (ÍB-13) um 7 ha að stærð. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá.