Fréttir


9.1.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tengivirki í Öræfum

Skipulagsstofnun staðfesti þann 14. desember 2017 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. nóvember 2017.

Í breytingunni felst að 2,2 ha landbúnaðarsvæði í landi Hnappavalla í Öræfum er breytt í iðnaðarsvæði fyrir tengivirki og aðveitustöð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.