Fréttir


19.12.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna aukinna heimilda til íbúðauppbyggingar á bæjarhlöðum

Skipulagsstofnun staðfesti 19. desember 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. september 2023.

Í breytingunni felst að heimildir til íbúðauppbyggingar á bæjarhlöðum landbúnaðarsvæða tengdum ferðaþjónustu eru rýmkaðar. Uppbyggingin skal samræmast byggðamynstri, mynda eftir atvikum samfellu með byggð sem þegar stendur auk þess sem leitast verði við að samnýta vegi og veitukerfi eftir því sem kostur er.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.