Fréttir


19.3.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna gistingar á miðsvæði M1 við Heppuveg

Skipulagsstofnun staðfesti 19. mars 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. febrúar 2024.

Með breytingunni verður heimiluð gististarfsemi innan þess hluta Heppuvegar sem fellur undir miðsvæði M1.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.