Fréttir


  • Skaftafell lll og lV

19.10.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna Skaftafells III og IV, verslunar- og þjónustu

Skipulagsstofnun staðfesti 15. október 2020 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. apríl 2020.

Í breytingunni felst að skilgreint er um 15 ha verslunar- og þjónustusvæði, VÞ44, í landi Skaftafells III og IV þar sem heimiluð verður uppbygging allt að 35 lítilla gistihúsa, samtals allt að 1.400 m2.

Málsmeðferð var samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.