Fréttir


2.6.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna hafnarsvæðis í Þorlákshöfn

Skipulagsstofnun staðfesti, 2. júní 2020, breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 28. maí 2020.

Breytingin felur í sér breytta úrfærslu á samgöngum á hafnarsvæðinu. Hafnarsvæðið er stækkað til norðurs og að Þorlákshafnarvegi auk þess sem athafnasvæði A3 og hluti athafnasvæðis A1 eru skilgreind sem hafnarsvæði. Við Skötubót er heimil efnistaka allt að 50.000 m3.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.