Fréttir


  • ASK_Olfuss

15.7.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna iðnaðarsvæða vestan Þorlákshafnar

Skipulagsstofnun staðfesti þann 9. maí 2016 breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. febrúar 2016.

Í breytingunni felst að iðnaðarsvæðin I21 og I22 eru felld niður og landnotkun breytt í óbyggt svæði. Skilgreint er nýtt iðnaðarsvæði I24 fyrir matvælaiðnað og afmörkun iðnaðarsvæðanna I23, I2 og I3 er breytt. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar