Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna nýrrar íbúðabyggðar og svæðis fyrir samfélagsþjónustu í Þorlákshöfn
Skipulagsstofnun staðfesti 27. október 2021 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2010-2022 sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. október 2021.
Í breytingunni felst að skilgreind er ný íbúðabyggð (Í-11) vestarlega í Þorlákshöfn ásamt nýju svæði fyrir samfélagsþjónustu (S5).
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.