Fréttir


2.2.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps vegna iðnaðar- og efnistökusvæða og færslu þjóðvegar í Botnsdal

Skipulagsstofnun staðfesti, 2. febrúar 2023, breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006 - 2018 sem samþykkt var í sveitarstjórn 22. nóvember 2022.

Í breytingunni felast heimildir fyrir auknu seiðaeldi og byggingarmagni á iðnaðarsvæði I3 þar sem meginuppbygging verður í Norður-Botni, skilgreiningu byggingarmagns á I11 í Botnsdal og umfangi efnistöku á svæðum E2, E3 og E6 í Botnsdal og Norður-Botni.
Mörk svæða breytast. Jafnframt er þjóðvegur 63, Bíldudalsvegur, færður á kafla í Botnsdal.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.