22.1.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Eyjardalsvirkjunar

Skipulagsstofnun staðfesti, 20. janúar 2020, breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. júní 2019.

Breytingin felst í að 13,5 ha landbúnaðarsvæði og óbyggðu svæði í landi Eyjardalsár og Hlíðarenda er breytt í iðnaðarsvæði I-09 fyrir 700 kW vatnsaflsvirkjun í Eyjardalsá í Bárðardal. Lagður verður slóði að svæðinu og bætt við nýju efnistökusvæði E-48.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.