• ASK Þingeyjarsveitar Illugastaðir í Fnjóskadal

6.4.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Illugastaða í Fnjóskadal

Skipulagsstofnun staðfesti 9. mars 2016 breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. febrúar 2016.

Í breytingunni felst að svæði F-25 fyrir frístundabyggð í landi Illugastaða er stækkað. Á reitnum er jafnframt gert ráð fyrir tjaldsvæði og þjónustubyggingum sem því fylgir. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipualgsstofnunar.