Fréttir


29.4.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna breyttrar landtöku Mjólkárlínu 2 á Bíldudal

Skipulagsstofnun staðfesti 29. apríl 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem samþykkt var í bæjarstjórn 20. mars 2024.

Breytingin felst í breyttri strenglegu Mjólkárlínu 2, þ.e. nýjan landtökustað að Haganesi austan Bíldudalsvogs og tilfærslu á legu strengsins að iðnaðarsvæðinu við Hól í Bíldudal.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.