Fréttir


11.8.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna efnistöku í landi Hvalskers

Skipulagsstofnun staðfesti þann 7. júní 2016 breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. maí 2016.

Í breytingunni er afmörkuð efnisnáma, E26, í landi Hvalskers. Heimilt verður að vinna 12.000 m3 á 2.600 m2 svæði. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. skipulagslaga. Breytingin hefur þegar öðlast gildi.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar .