Fréttir


5.9.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna hreinsivirkis á Bíldudal

Skipulagsstofnun staðfesti 5. september 2023 breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. júlí 2023.

Í breytingunni felst skilgreining á nýju 0,07 ha iðnaðarsvæði (I9) fyrir hreinsivirki á Hóli sem mun þjóna íþróttasvæði (ÍÞ5) og íbúðarbyggð (ÍB12). Íþróttasvæðið minnkar samsvarandi.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.