Fréttir


  • Ytri Hlíð, Vopnafirði

15.6.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna veiðihúss í landi Ytri-Hlíðar

Skipulagsstofnun staðfesti 14. júní 2021 breytingu á Aðalskipulagi Vonafjarðarhrepps 2006-2026 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. apríl 2021.

Í breytingunni felst að um 4 ha landbúnaðarsvæði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ4) þar sem áformuð er uppbygging veiðihúss í landi Ytri-Hlíðar. Jafnframt er skilgreint nýtt efnistökusvæði (E16) og vatnsverndarsvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.