Fréttir


6.6.2018

Staðfesting á Svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018-2030

Skipulagsstofnun staðfesti 5. júní 2018 Svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018-2030 sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd þann 26. mars 2018 og í kjölfarið samþykkt í hlutaðeigandi sveitarstjórnum. Niðurstaða svæðisskipulagsnefndar var auglýst 24. apríl 2018 í Fréttablaðinu, á vefnum samtakamattur.is og á vef hlutaðeigandi sveitarfélaga.

Málsmeðferð var samkvæmt 23. - 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast svæðisskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar það hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda