Fréttir


  • Lógó Skipulagsstofnunar

16.3.2020

Starfsemi Skipulagsstofnunar næstu vikur

Frá 16. mars og á meðan auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomuhaldi vegna farsóttar er í gildi, verður starfsemi Skipulagsstofnunar með þeim hætti að á hverjum tíma sinnir um helmingur starfsfólks starfi sínu í fjarvinnu. Allir fundir með viðskiptavinum og samstarfsaðilum verða fjarfundir, nema sérstakar aðstæður kalli á annað. Jafnframt verða þeir viðburðir sem haldnir verða á vegum stofnunarinnar á næstu vikum, haldnir sem veffundir. Að öðru leyti er starfsemin með hefðbundnum hætti.