Fréttir


  • Göngufólk á hálendinu

3.5.2016

Svæðisskipulag miðhálendisins fellt úr gildi

Landsskipulagsstefna tekur við af svæðisskipulagi miðhálendisins

Þann 16. mars 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í landsskipulagsstefnu skal ávallt setja fram stefnu um skipulagsmál miðhálendisins og er henni ætlað að koma í stað svæðisskipulags miðhálendisins og taka yfir stefnumótandi þætti þess.

Samkvæmt skipulagslögum skal umhverfis- og auðlindaráðherra fella svæðisskipulag miðhálendisins úr gildi þegar landsskipulagsstefna hefur verið samþykkt á Alþingi. Auglýsing ráðherra um niðurfellingu svæðisskipulags miðhálendis Íslands 2015 var birt 25. apríl sl.

Landsskipulagsstefna 2015-2026.

Skýringar við stefnu um skipulagsmál miðhálendisins sem sett er fram í landsskipulagsstefnu má nálgast á bls. 20-32 í greinargerð þingsályktunartillögunnar.