Fréttir


  • Afgreiðsla Skipulagsstofnunar Borgartúni 7b

4.3.2019

Sviðsstjóri, stefnumótun og þróun

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða í spennandi starf sviðsstjóra á sviði stefnumótunar og þróunar. Meðal helstu verkefna þess eru vinna að landsskipulagsstefnu og strandsvæðisskipulagi.

Starfssvið:

  • Ábyrgð og umsjón með verkefnum stofnunarinnar sem varða stefnumótun og þróun, þ.m.t. gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu og strandsvæðisskipulags, miðlun upplýsinga og fagþekkingar og rannsóknar- og þróunarstarf
  • Dagleg stjórnun á sviðinu
  • Ábyrgð og umsjón með áætlanagerð fyrir sviðið
  • Samskipti við samstarfsaðila og hagsmunaaðila
  • Þátttaka í stefnumótun fyrir stofnunina

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun ásamt framhaldsgráðu sem nýtist í starfi
  • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi, svo sem af stefnumótun eða þróunarverkefnum á sviði skipulagsgerðar eða umhverfismála
  • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum og metnaður til að ná árangri
  • Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku, í ræðu og riti

 

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2019. Allar nánari upplýsingar er að finna á capacent.com/s/13013