Fréttir


  • TorgidBanner-02

28.3.2024

Torgið er komið út

Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar, er komið út, fyrri útgáfa af tveimur á þessu ári. Efnistök blaðsins eru fjölbreytt nú sem endranær og taka á hinum ýmsu hliðum skipulagsmála.

Staðan er tekin á Skipulagsgátt með Guðrúnu Jensdóttur, sérfræðingi hjá Skipulagsstofnun sem hefur verið lykilmanneskja í innleiðingu gáttarinnar. Gáttin, sem er nú að nálgast eins árs afmæli, er í stöðugri mótun með það að markmiði að gera hana notendavænni og aðgengilegri, jafnt fyrir fagfólk, hagsmunaaðila og almenning.

Þrjú viðtöl eru í Torginu að þessu sinni. Fjölmiðlamaðurinn og menningarrýnirinn Egill Helgason spjallaði við Torgið um skipulagsmál. Maria Vassilakou, fyrrum aðstoðarborgarstjóra Vínarborgar, ræddi þróunarverkefni að Keldum þar sem hún var hluti dómnefndar, en þar stendur til að reisa nýtt íbúahverfi á næstu árum. Þá er ónefnd bókin Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi eftir Harald Sigurðsson, sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Haraldur segir okkur frá bókinni sem er óhætt að mæla með fyrir jafnt lærða sem leika.

Einnig er til umfjöllunar þingsályktunartillaga um endurskoðaða landsskipulagsstefnu sem nú er til meðferðar á Alþingi og skyggst eftir áhugaverðum skipulagsverkefnum eins og venjan er í Skipulagsglugganum. þetta skiptið til Hafnarfjarðar á Dvergsreit, en útfærsla arkitektastofanna Krads og Trípólí á þessu þéttingarverkefni hefur vakið verðskuldaða athygli.

Það er von Skipulagsstofnunar að lesendur hafi gagn og gaman af þessari útgáfu Torgsins sem birtist nú með öðru sniði en venjulega. Fréttabréfið er eingöngu stafrænt í þetta skiptið, en um leið bæði efnismeira og fjölbreyttara.