Fréttir


  • Dreamstime_xxl_115219652

5.6.2023

Umhverfismatsdagurinn 2023

Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram í Hannesarholti á Grundarstíg 10 í Reykjavík, þann 8. júní næstkomandi.

Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin og fer skráning fram hér. Viðburðinum verður jafnframt streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.  Fundargestir geta tekið þátt í umræðum í gegnum Sli.do, en einkennisnúmer Umhverfismatsdagsins er #2554333.

Í ár verður Umhverfismatsdagurinn helgaður þætti loftslagsbreytinga þegar kemur að umhverfismati og farið yfir sviðið þegar kemur að framkvæmdum og áætlunum á Íslandi með tilliti til loftslagsáhrifa. Hvernig er hægt að standa betur að mati á áhrifum á loftslag? Við heyrum frá sérfræðingum úr ólíkum áttum og reynum að draga upp stöðuna eins og hún er – með það að markmiði að leita lausna fyrir framtíðina. Fundarstjóri er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.


Dagskrá Umhverfismatsdagsins 2023

13:00Opnun

Setning fundarstjóra

Stefán Gíslason

Umhverfismatsdagurinn 2023 - stiklað á stóru

Ólafur Árnason

Greenhouse gas emissions and EIA - A UK perspective

Joanna Wright, forstöðumaður hjá ráðgjafarstofunni LUC í Englandi

Loftslagsmál í umhverfismati: Stækkun Keflavíkurflugvallar og Aðalskipulag Reykjavíkur

Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur VSÓ Ráðgjöf

14:30Kaffihlé
14:50

Hvernig náum við árangri í að draga úr loftslagsáhrifum framkvæmda?

Alexandra Kjeld, sérfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu

Vatnafarsgreiningar og loftslagsspár í mati á umhverfisáhrifum

Sveinn Óli Pálmarsson, Vatnaskil

15:30Pallborðsumræður

Alexandra Kjeld, sérfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu

Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf

Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar

Hlín Gísladóttir, Umhverfisstofnun

Þórunn Wolfram Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs

16:00Ráðstefnuslit