Fréttir


  • Forsida landsskipulagsstefnu

13.10.2016

Útgáfa Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Skipulagsstofnun hefur gefið út Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt greinargerð. Í útgáfunni er efni þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026 sett fram ásamt þeim skýringum við stefnuna sem er að finna í athugasemdum með þingsályktunartillögunni sem umhverfis- og auðlindaráðherra lagði fyrir Alþingi árið 2015. 

Markmið útgáfunnar er að gera landsskipulagsstefnu aðgengilega öllum þeim sem vinna að skipulagsmálum eða hafa áhuga á að kynna sér stefnu stjórnvalda um skipulagsmál. Í þeim tilgangi eru skýringargreinar birtar samhliða viðkomandi ákvæðum stefnunnar.

Landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi 16. mars 2016. Samþykkt hennar felur í sér að í fyrsta sinn liggur fyrir samræmd stefna um skipulagsmál á landsvísu til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um landnotkun og byggðaþróun. 

Á landsskipulag.is er að finna frekari upplýsingar um landsskipulagsstefnu og framfylgdarverkefni hennar ásamt upplýsingum um aðdraganda og mótun stefnunnar.

Hægt er að nálgast prentuð eintök hjá Skipulagsstofnun eða senda póst á skipulag@skipulag.is og óska eftir að fá sent eintak.  

Landsskipulagsstefna 2015-2026, ásamt greinargerð (PDF skjal)