7.7.2017

Hótel í landi Grímsstaða (Fosshótel), Skútustaðahreppi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur með úrskurði sínum í gær, 6. júlí, fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2. nóvember 2016 um að bygging hótels í landi Grímsstaða í Skútustaðahreppi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Úrskurðinn má nálgast hér.

Í ljósi niðurstöðu úrskurðarins hefur Skipulagsstofnun hafið undirbúning að töku nýrrar ákvörðunar um það hvort hótelið skuli háð umhverfismati. Hefur framkvæmdaraðila verið tilkynnt um það og gefinn kostur á að leggja fram frekari gögn. Stefnt er að því að ákvörðun stofnunarinnar liggi fyrir í lok sumars.